Heimsmeistarabikarinn skemmdist í fagnaðarlátunum

Forseti þýska knattspyrnusambandsins, Wolfgang Niersbach, hefur staðfest þær fregnir að heimsmeistarabikarinn hafi skemmst í fagnaðarlátunum.

Heimsmeistararnir sáust til að mynda fagna sigrinum með bandarísku poppstjörnunni Rihönnu, sem sást halda á bikarnum. Það er hins vegar ekki leyfilegt þar sem einungis sigurvegarar mega halda á styttunni ásamt þjóðhöfðingjum viðkomandi þjóðar.

Endurgerðin sem fer til Þýskalands skemmdist lítillega samkvæmt Niersbach, „það datt smáhluti af honum í fagnaðarlátunum, ekki hafa áhyggjur, það eru sérfræðingar sem geta lagað þetta“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert