Skein alla leið til Úkraínu

Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í dag.
Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í dag. AFP

„Þetta var ákaflega erfiður leikur og við vissum að við yrðum í vörn meira og minna allan leikinn. Það er engin skömm að tapa tveimur stigum á móti Argentínu," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í samtali við RÚV eftir 1:1-jafntefli á móti Argentínu í upphafsleik Íslands á HM í fótbolta í dag. 

Ísland fékk fín færi í leiknum og hefði með smá heppni mörkin getað orðið fleiri. 

„Við vissum að við myndum fá færi ef við spiluðum varnarleikinn vel. Við fengum góð færi í þessum leik, þó þau hafi ekki verið betri færi en þeir, þar sem þeir fengu vítaspyrnu. Við verðum að taka hattinn ofan af fyrir strákunum, sérstaklega fyrir vinnusemina."

Heimir á von á öðruvísi leik á móti Nígeríu næstkomandi föstudag. 

„Það skein alla lið til Úkraínu hvað allir lögðu á sig fyrir þetta stig í dag. Þetta er sterkur riðill, en við verðum að gera betur á mörgum sviðum á móti Nígeríu sem verður allt öðruvísi leikur. Hann krefst annarra hluta, við tökum þetta kvöld og reynum að jafna okkur á morgun," sagði Heimir í samtali við RÚV. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert