Heimsmeistararnir úr leik

Heimsmeistarnir eru úr leik.
Heimsmeistarnir eru úr leik. AFP

Svíþjóð og Mexíkó fara áfram úr F-riðli á HM í Rússlandi, en úrslit riðilsins réðust í dag. Svíþjóð vann leik þjóðanna 3:0, en þar sem Þýskaland tapaði fyrir Suður-Kóreu, fara bæði liðin áfram.

Staðan í leik Svía og Mexíkóa var markalaus þangað til Ludwig Augustinsson skoraði með skoti á fjærstönginni á 50. mínútu. Tólf mínútum síðar bætti Andreas Granqvist við marki úr víti og á 74. mínútu skoraði Edson Álvarez sjálfsmark og 3:0-stórsigur Svía raunin. 

Þýskaland hefði komist áfram á kostnað Mexíkóa með sigri á Suður-Kóreu en ríkjandi heimsmeistararnir áttu erfitt með að skapa sér alvörufæri á móti sterkri vörn Suður-Kóreumanna. 

Í blálokin sóttu Þjóðverjar á ansi mörgum mönnum og Kóreumennirnir nýttu sér það. Á 92. mínútu skoraði Young-Gwon Kim af stuttu færi og fjórum mínútum síðar bætti Heung-Min Son við marki og sendi Þjóðverja heim. 

Svíar enda í efsta sæti riðilsins og Mexíkó í öðru sæti. Andstæðingur þeirra verður Brasilía, Sviss eða Serbía. 

Svíar fóru á kostum.
Svíar fóru á kostum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert