HM: Alfreð ósáttur við Bogdan Wenta

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. AP

Alfreð Gíslason þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik var afar ósáttur í leikslok í gær eftir leik liðsins gegn Pólverjum á HM í Þýskalandi. Og á sjónvarpsmyndum mátti sjá að fyrrum leikmenn hans úr þýska liðinu Magdeburg gengu að íslenska þjálfaranum og róuðu hann niður.

Alfreð sagði í útvarpsviðtali í þætti Valtýs Valtýssonar á X-inu í dag að hann hefði viljað ræða við Bogdan Wenta þjálfara Pólverja eftir leikinn. En pólsku leikmennirnir sáu til þess að Alfreð tókst ekki að komast að Wenta úti á keppnisgólfinu í Halle.

Alfreð sagði að hann hefði fengið fregnir af því fyrir leikinn að Wenta hafi sagt rangt frá á liðsfundum pólska liðsins fyrir leikinn gegn Íslendingum. Á þeim fundum sagði Wenta við sína leikmenn að íslenski þjálfarinn hafa ítrekað gert lítið úr Pólverjum með orðum sínum.

Alfreð sagði í útvarpsviðtalinu í dag að hann hefði reiðst mjög er hann frétti af aðferðum Wenta – og lagði Alfreð áherslu á að hann hefði aldrei sagt styggðarorð um leikmenn pólska landsliðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert