Uppselt er á rimmu Íslendinga og Dana í Hamborg

Stuðningsmenn Íslands í Þýskalandi.
Stuðningsmenn Íslands í Þýskalandi. mbl.is/Günter Schröder

Uppselt er á leik Íslands og Danmerkur í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik sem fram fer á morgun í Hamborg í Þýskalandi. Forsvarsmenn Handknattleiksambands Íslands hafa í gær og í dag reynt að fá fleiri miða fyrir íslenska áhorfendur sem eru staddir í Þýskalandi en enga miða er að fá að sögn Róberts Gíslasonar starfsmanns HSÍ.

Um 13.800 áhorfendur komast að í keppnishöllinni í Hamborg en danskir fjölmiðlar greina frá því í dag að gríðarleg eftirspurn sé eftir miðum á leikinn í Danmörku. Um 7.000 danskir áhorfendur voru á leik Dana og Norðmanna í riðlakeppni HM í Kiel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert