HM: Miðar á uppsprengdu verði

Alexander Petersson skorar gegn Þjóðverjum.
Alexander Petersson skorar gegn Þjóðverjum. mbl.is/Günter Schröder.

Miðar á leik Íslands og Danmerkur í 8-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handknattleik eru vandfundnir. Danska fréttastofan Ritzau segir að margir aðilar hafi keypt miða á leikina í 8-liða úrslitum án þess að hafa ætlað sér að nota þá og nú eru þessir miðar seldir á uppsprengdu verði.

Uppselt er á leikina í 8-liða úrslitum í Hamborg þar sem að Pólland og Rússland eigast við kl. 16:30 að íslenskum tíma og kl, 19:00 hefst leikur Íslands gegn Dönum. Á þýska vefnum eBay eru miðar á leik Íslands og Danmerkur til sölu og var búið að bjóða allt að 12.000 kr. fyrir miða á leikinn þegar síðast fréttist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert