Stórsigur á Japan

Ásgeir Örn Hallgrímsson í hörðum slag í leiknum í kvöld.
Ásgeir Örn Hallgrímsson í hörðum slag í leiknum í kvöld. mbl.is/Hilmar Þór

Íslenska landsliðið í handknattleik fór langt með að tryggja sér sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik með stórsigri á Japan, 36:22, í Linköping í kvöld. Ísland var með 14 marka forskot í hálfleik, 22:8.

Íslenska landsliðið gerði út um leikinn í fyrri hálfleik og segja má hreinlega á fyrsta stundarfjórðungnum. Vörnin var frábær og sóknarleikurinn einnig. Þá rak hvert hraðaupphlaupið annað. Japanir vissu ekki hvernig á sig stóð veðrið og þrátt fyrir leikhlé þá fundu þeir engin svör.

Íslenska liðið slakaði heldur á klónni í síðari hálfleik auk þess sem Guðmundur Þórður Guðmundssson, landsliðsþjálfari, gaf öllum leikmönnum sem voru á leikskýrslu tækifæri á að spreyta sig nema Ólafur Stefánsson sem kom ekkert við sögu.

Þar með er ljóst að íslenska landsliðið er komið með annan fótinn og rúmlega það í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins. Til þess að það gangi ekki eftir þurfa skrítin úrslit að verða í næstu  leikjum. Spurningin snýst meira um hvaða þjóðir fylgja Íslendingum í milliriðil og þá hversu mörg stig þeir taka með sér áfram.

Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9,  Þórir Ólafsson 7, Alexander Petersson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4/1, Vignir Svavarsson 3, Ingimundur Ingimundarson 1, Sigurbergur Sveinsson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1, Róbert Gunnarsson 1, Sverre Jakobsson 1, Aron Pálmarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Arnór Atlason 1. 

Fylgst var leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Ísland 36:22 Japan opna loka
60. mín. Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert