Snorri: Lítur vel út á pappírunum

Snorri Steinn skorar gegn Frökkum í gærkvöld.
Snorri Steinn skorar gegn Frökkum í gærkvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Það væri auðvitað ágætis árangur að ná 5. sæti á heimsmeistaramóti og við skiljum fullt af góðum liðum eftir fyrir aftan okkur. Eftir frábæra riðlakeppni þá eru það vonbrigði að ná ekki lengra en þetta. Við vorum í dauðafæri en köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir leikinn við Frakka á HM í gær.

„Leikirnir gegn Þjóðverjum og Spánverjum voru virkilega illa spilaðir af okkar hálfu. Þá verðskuldar maður ekki að ná lengra. Á hinn bóginn getum við kannski verið þakklátir fyrir að geta spilað um 5. sæti eftir að hafa tapað öllum leikjunum í milliriðli. 5. sæti lítur vel út á pappírunum en þegar maður mun líta til baka í framtíðinni þá verður maður örugglega alltaf svekktur yfir því að hafa misst af frábæru tækifæri til að fara alla leið á HM,“ sagði Snorri við Morgunblaðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert