„Óskiljanlegt að taka Sigurberg með“

Viggó Sigurðsson.
Viggó Sigurðsson. mbl.is/Brynjar Gauti

„Við spiluðum frábærlega í riðlakeppninni en það lítur út fyrir að liðið hafi keyrt sig út, það hefur ekki verið svipur hjá sjón síðan,“ segir Viggó Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik, spurður um gengi íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu.

„Eftir á að hyggja held ég að Noregsleikurinn hafi kostað okkur mjög mikið. Það var í raun dýrkeyptur sigur að mörgu leyti fyrir það sem á eftir kom. Ég gagnrýni líka Guðmund fyrir meðferðina á Sigurbergi Sveinssyni. Ég er mjög ósáttur með það hvernig hann hefur látið hann spila í ljósi þess að þetta hefur verið veika staða liðsins, vinstra megin fyrir utan.

Nánar er rætt við Viggó um frammistöðu íslenska liðsins í Morgunblaðinu í dag og einnig um dómgæsluna í keppninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert