Léku í sömu höll á ÓL 1992

Palau Sant Jordi höllin í Barcelona.
Palau Sant Jordi höllin í Barcelona. AFP

Íslenska landsliðið í handknattleik hefur einu sinni áður spilað í Palau Sant Jordi höllinni í Barcelona en í kvöld mætast í þessari glæsilegu höll Íslendingar og Frakkar í 16-liða úrslitunum á HM í handbolta.

Íslendingar mættu Samveldinu í undanúrslitunum á Ólympíuleikunum árið 1992 í Granollers þar sem Rússar höfðu betur, 23:19. Íslendingar töpuðu síðan leiknum um bronsverðlaunin í Palau Sant Jordi höllinni, og það gegn Frökkum, 24:20, en segja má að með bronsverðlaunum í Barcelona hafi Frakkar byrjað velferð sína á handboltavellinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert