Wilbek lét sig hverfa

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, í ham í úrslitaleiknum við Spánverja …
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, í ham í úrslitaleiknum við Spánverja á HM í dag. AFP

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, þykir hafa sett niður með framkomu sinni að loknum tapleiknum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Barcelona í dag. Eftir að hafa rætt stuttlega við danska fjölmiðla að leik loknum lét hann sig hverfa úr íþróttahöllinni og mætti ekki á blaðamannfund, sem þjálfurum er skylt að mæta til eftir hvern leik.

 Valero Rivera, landsliðsþjálfari Spánverja, sagðist ekkert skilja í framkomu Wilbeks og taldi hana ekki vera íþróttamannslega. Rivera sagðist hafa tapað fjórum síðustu leikjum fyrir Dönum á stórmótum en ævinlega verið maður til þess að mæta á blaðamannfund.

Í stað Wilbeks mætti Finn Tage Jensen, blaðafulltrúi danska handknattleikssambandsins á fundinn og las nokkrar setningar sem hafðar voru eftir Wilbek um framgöngu danska landsliðsins í úrslitaleiknum.

Reiknað er með að danska handknattleikssambandið verði sektað af Alþjóða handknattleikssambandinu vegna þess að Wilbek hundsaði blaðamannafundinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert