Mikilvægt stig hjá Patreki og strákunum hans

Patrekur ræðir við sína menn.
Patrekur ræðir við sína menn. EPA

Austurríki og Túnis skildu jöfn, 25:25, í B-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik í Doha í Katar í kvöld.

Túnis var einu marki yfir eftir fyrri hálfleikinn, 15:14, en leikurinn var í járnum allan tímann þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna. Stigið var mikilvægt fyrir Patrek og strákana hans en þeir eiga að mæta Íran og Makedóníu.

Raul Santos skoraði 7 mörk fyrir Austurríki og Robert Weber 6 en hjá Túnis var Amine Bannour markahæstur með 7 mörk og Issam Tej skoraði 6.

Króatía og Makedónía eru með 6 stig, Austurríki 3, Bosnía 2, Túnis 1 og Íran rekur lestina með ekkert stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert