Möguleiki að Aron verði með

„Aroni liður betur. Hann er ferskari síðasta sólarhringinn en hann var,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, um heilsufarið á Aroni Pálmarssyni landsliðsmanni, sem fékk vott af heilahristingi í leiknum við Tékka á fimmtudagskvöld og gat fyrir vikið ekki verið með gegn Egyptum í gær.

„Við sjáum til hvernig staðan verður á honum seinni partinn þegar við förum á æfingu. Málið er í höndum læknis okkar,“ sagði Aron. Spurður hvort líkur væru á að Aron tæki þátt í leiknum við Dani í 16-liða úrslitum annað kvöld svaraði Aron Kristjánsson: „Það er ekki útilokað.“

„Aron er allur að koma til. Hann var orðinn betri í gær en í morgun kom aðeins afturkippur í batann. Það er ekkert hægt að útiloka að hann geti tekið þátt í leiknum við Dani,“ sagði Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska landsliðsins, í samtali við mbl.is í Doha í dag.

Rætt er við Aron Kristjánsson og Örnólf Valdimarsson á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert