Snýst um að ná árangri

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar mæta Dönum klukkan 18 í …
Snorri Steinn Guðjónsson og félagar mæta Dönum klukkan 18 í kvöld. mbl.is/Golli

„Við komumst ekkert inn í hausinn á Gumma til að kanna hvað hann er hugsa fyrir þennan leik,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handknattleik, sem mætir Dönum í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í íþróttahöllinni glæsilegu í Lusail, rétt utan Doha í Katar í kvöld.

Sigurliðið heldur áfram keppni en tapliðið getur farið að pakka niður föggum sínum og hugað að brottför. Leikurinn verður merkilegur fyrir þær sakir að Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, stýrir liði gegn íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á stórmóti í handknattleik. Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu frá 2001 til 2004 og aftur frá 2008 til 2012.

„Gummi er örugglega að velta mörgu fyrir sér. Meðal annars hvort hann eigi að breyta vörn sinni fyrir leikinn þannig að hún verði aðeins flatari og treysta meira markverði sína um leið. Hann gæti farið í að láta „klippa“ Alexander Petersson út úr myndinni. Hann er örugglega að skoða marga kosti, jafnt í vörn sem sókn. Vonandi leikum við svo vel að hann verði að nýta sem flesta af þeim möguleikum sem hann á til að verjast okkur, svo dæmi sé tekið,“ segir Snorri Steinn sem vann náið með Guðmundi Þórði í landsliðinu, sem leikstjórnandi.

Nánar er rætt við Snorra og fjallað um HM í Katar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert