Alsír endaði í neðsta sæti á HM

Frá viðureign Sádi Arabíu og Írans í dag.
Frá viðureign Sádi Arabíu og Írans í dag. EPA

Tveimur leikjum er lokið í dag í Forsetabikarnum svokallaða á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Katar.

Íran tryggði sér 21. sæti með sigri gegn Sádi Arabíu, 23:18, og það kom svo í hlut Alsír að hafna í  24. og neðsta sætinu en liðið beið lægri hlut fyrir Síle, 30:28. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 27:27. Í forsetabikarnum er farið beint í vítakeppni ef staðan er jöfn og þar höfðu Sílemen betur, 3:1.

Alsír var í riðli með Íslendingum á mótinu eins og frægt er komst liðið í 6:0 í leiknum á móti Íslendingum en lokatölur urðu, 32:24, Íslendingum í vil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert