Svíar féllu út og aðalhetjan hætt

Kim Andersson.
Kim Andersson. EPA

Sænska landsliðið, sem hóf HM í Katar af miklum krafti með stórsigrum á Íslendingum, Tékkum og Alsíringum, féll úr leik í gær þegar liðið mætti Pólverjum í 16 liða úrslitum.

Pólverjar urðu fyrir miklu áfalli í aðdraganda leiksins þegar ljóst varð að lykilmaðurinn Krzysztof Lijewski yrði ekki meira með á mótinu en það kom ekki í veg fyrir sigur þeirra, 24:20, í leik sem var hnífjafn þar til í blálokin. Pólland mætir því Króatíu í 8 liða úrslitum og komst skrefi nær því að spila á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016.

Sóknarleikur Svía varð þeim að falli en þeirra besti maður þar, Kim Andersson, gat ekki leikið vegna axlarmeiðsla. Hann tilkynnti svo eftir leikinn að hann myndi að öllum líkindum ekki spila fleiri landsleiki fyrir Svíþjóð. Andersson segist ætla að einbeita sér að ferli sínum með KIF Kolding Köbenhavn þar sem hann leikur undir stjórn Arons Kristjánssonar landsliðsþjálfara.

„Við ætlum að spila um meistaratitla þegar ég kem heim. Ég er þegar búinn að vera meiddur í 16 mánuði af þriggja ára samningi mínum, og menn vilja skiljanlega fá aðeins meira fyrir peninginn,“ sagði Andersson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert