Ánægður með spiltímann

Hans Óttar Lindberg fagnar marki gegn Íslendingum í fyrrakvöld.
Hans Óttar Lindberg fagnar marki gegn Íslendingum í fyrrakvöld. EPA

Hans Óttar Lindberg, „Íslendingurinn“ í liði Dana, segist mjög sáttur við þá ákvörðun Guðmundar Guðmundssonar að skipta spiltímanum á milli hornamannanna í leikjum danska landsliðsins á HM.

Hans Óttar og Lasse Svan hafa skipt hálfleikjunum á milli sín í hægra horninu og það sama hefur verið upp á teningnum hjá Anders Eggert og Casper U. Mortensen í því vinstra. Í leiknum gegn Íslendingum í fyrrakvöld léku Eggert og Lasse Svan fyrri hálfleikinn en Lindberg og Christiansen þann síðari.

„Ég er mjög ferskur en ef ég hefði spilað allan tímann í leikjunum sex sem við höfum spilað á HM væri ég þreyttur,“ sagði Hans Óttar við TV2 en Danir etja kappi við heimsmeistara Spánverja í átta liða úrslitunum á HM í Katar í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert