Pólverjar slógu Króata út

Pólverjar eru komnir í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Katar eftir sigur gegn Pólverjum í hörkuspennandi leik, 24:22. Pólverjar mæta Köturum í undanúrslitunum en Krótararnir fara í keppni um 5.-8. sætið á mótinu.

Pólverjar voru 12:10 yfir í hálfleik en Króatarnir byrjuðu seinni hálfleikinn með krafti. Þeir skoruðu 7 mörk gegn 2 og náðu þriggja marka forskoti. En baráttuglaðir Pólverjarnir neituðu að gefast upp og þeim tókst að jafna metin og sigla frammúr á lokametrunum.

Það var Mariusz Jurkiewicz sem innsiglaði sigurinn þegar hann skoraði 24.markið einni mínútu fyrir leikslok en hann var markahæstur Pólverjanna með 6 mörk og þá átti markvörðurinn Slawomir Szmal flottan leik og var í leikslok valinn maður leiksins.

Hjá Króötum sem margir spáðu að yrðu í baráttunni um heimsmeistaratitilinn voru þeir Domagoj Duvnjak og Marco Kopljar markahæstir með 5 mörk hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert