Strandar á peningaleysi

Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ.
Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ. mbl.is/Golli

„Draumurinn hjá okkur innan HSÍ er að geta haldið úti B-landsliði þar sem yngri og óreyndari leikmenn geti öðlast reynslu af því að leika með íslenska landsliðinu áður en þeir mæta til leiks á stórmótum,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, spurður um svokallað B-landslið karla sem lengi hefur verið í umræðunni en ekki komist í verk að uppfylla sökum fjárskorts innan sambandsins.

Innan B-landsliðs fengju yngri og lítt reyndir leikmenn að stíga sín fyrsta spor áður en þeir fara út í djúpu laugina með A-landsliðinu. Slík lið þekkjast m.a. í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð.

Guðmundur segir að framkvæmdin strandi ævinlega á peningaleysi. „Við gátum meðal annars sent B-landsliðið á æfingamót í Noregi í seinni hluta þessa mánaðar en það hefði kostað nokkrar milljónir að senda lið þangað. Þær milljónir króna eigum við bara ekki til.

B-landslið getur hinsvegar styrkt okkur verulega til framtíðar, væri mögulegt að koma því á fót. Það gæti hjálpað mikið við uppbyggingu á A-liðinu ef yngri leikmenn kæmu þangað með mikla reynslu af leikjum með B-landsliði gegn sterkum þjóðum. Þessi umræða er alltaf fyrir hendi innan HSÍ en meðan peningarnir eru ekki til þá gerist ekkert,“ segir Guðmundur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert