Sýni strákunum ekki leikinn

„Það er ljóst að Spánverjar hafa ógnarsterkt lið, eru með frábæra vörn en eru einnig sterkir í sókninni,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, en hans lærisveinar mæta heimsmeisturum Spánverja í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Doha í Katar í dag.

Spánverjar unnu stórsigur á Dönum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins fyrir tveimur árum. Danir kvittuðu fyrir með sigri á heimavelli á Evrópumeistaramótinu fyrir ári. „Ég hef skoðað úrslitaleikinn fyrir tveimur árum en ekki sýnt strákunum upptökuna,“ segir Guðmundur.

„Mér finnst við hafa bætt okkur mikið á mótinu, í vörn sem sókn,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, en ítarlega er rætt við hann á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert