Reykjarfjarðarkambur rís ekki í Doha

Dansandi skuggar leikmanna Spánar og Frakklands á glerfínu hallargólfi í …
Dansandi skuggar leikmanna Spánar og Frakklands á glerfínu hallargólfi í Katar. mbl.is/epa

Hvað sem segja má um þá ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins að halda heimsmeistaramótið í handknattleik í Katar, þar sem áhugi er yfirhöfuð ekki mikill á íþróttum verður það ekki af Katarmönnum tekið að þeir hafa staðið einstaklega vel að mótahaldinu.

Þar hefur hvergi verið veikan bletta að finna enda fengu Katarar til liðs við sig Evrópubúa sem eru alvanir mótshaldi af þessu tagi. Þeim datt ekki í hug að reyna að finna upp hjólið enda engin ástæða til.

Leikir mótsins hafa farið fram í glæsilegum íþróttamannvirkjum þar sem ekkert hefur skort á aðbúnað handboltamannanna, fjölmiðlamanna eða áhorfenda, sem hafa verið misjafnlega margir á leikjunum. Íþróttahallirnar eru hreinar og snyrtilegar enda eru herskarar fólks utan þeirra sem innan nánast í linnulausum þrifum.

Sjá viðhorfsgrein Ívars Benediktssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert