„Grátlegt að fá ekki eitthvað“

Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Guðmundsson í rimmu við einn …
Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Guðmundsson í rimmu við einn leikmann slóvenska liðsins. AFP

„Það var grátlegt að fá ekki eitthvað út úr þessum leik,“ sagði hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson við mbl.is eftir tapið gegn Slóvenum á HM í handknattleik í dag.

„Við hefðum getað náð tveggja marka forskoti þegar um tólf mínútur voru eftir og þetta féll eiginlega allt með Slóvenunum. Það má samt ekki taka af þeim að þeir eru með frábært lið. Þeir eru snöggir og leikmaður eins og Bezjak gerði okkur erfitt fyrir.

Mér finnst vera stígandi í þessu hjá okkur og heilt yfir fannst mér þetta betri leikur af okkar hálfu heldur en leikurinn við Spánverjana. Nú ríður á að fá endurheimt og undirbúa okkur gríðarlega vel fyrir þennan þýðingarmikla leik gegn Túnis á morgun. Við erum drullusvekktir svona strax eftir leikinn en við verðum að hreinsa hugann sem fyrst og við mætum mjög stemmdir til leiks á morgun,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson sem skoraði 3 mörk í leiknum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert