Spánverjar með fullt hús

Gedeon Guardiola sækir að marki fyrir Spánverja.
Gedeon Guardiola sækir að marki fyrir Spánverja. AFP

Spánverjar eru með fullt hús stiga í B-riðli okkar Íslendinga á HM í handbolta karla í Frakklandi eftir 26:21 sigur á Túnis í dag. 

Staðan var orðin 4:1 fyrir Spánverjum snemma leiks og stuttu fyrir hálfleik voru Spánverjar komnir í 12:6. 

Túnisar neituðu að gefast upp og skoruðu þeir fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn í 12:10. Munurinn var einmitt tvö mörk þegar tíu mínútur voru til leiksloka, 18:16, en Spánverjar voru betri á lokasprettinum. 

Amen Toumi skoraði fimm stig fyrir Túnisa en David Balaguer og Victor Romas fimm mörk hvor. Túnisar eru eins og Íslendingar, stigalausir á botninum. 

Norðmenn fóru svo upp að hlið Frakka á topp í A-riðli með 28:24 sigri á Rússum. Norðmenn komust mest sjö mörkum yfir í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu. Rússar eru með tvö stig eftir sigur á Japönum í fyrstu umferðinni. 

Kristian Björnsen skoraði sjö mörk fyrir Norðmenn og Sander Sagosen var með sex. Hjá Rússum var Igor Soroka með átta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert