Svíar leyfa Toft að spila

Rene Toft.
Rene Toft. JONATHAN NACKSTRAND

Eins og mbl greindi frá fyrr í dag stóðu Guðmundur Guðmundsson og félagar hjá danska handboltalandsliðinu í ströngu í dag.

Sannfæringakraftur Guðmundar skilaði árangri

Danir unnu þá hörðum höndum við að fá leyfi frá andstæðingum sínum, varðandi að Rene Toft fái að spila leiki keppninnar. Toft leikur með oln­boga­hlíf­ar vegna meiðsla sem hrjá hann en í þeim er járn, sem ekki allir eru sáttir við. Hann spilaði ekki fyrsta leik Dana á mótinu, gegn Argentínu, vegna þessa og lögðu Danir fram kvörtun við Alþjóðahandknattleikssambandið. 

Svarið sem Danir fengu var á þann veg að Toft fengi að spila ef andstæðingar danska liðsins myndu gefa því grænt ljós. Egyptaland, Katar og Barein höfðu nú þegar gefið Toft leyfi til að spila en ekkert svar hafði borist frá Svíum, þangað til núna.

Svíar samþykkja að Toft fái að spila en Lasse Tjernberg, formaður sænska handknattleikssambandsins var ekki sáttur við að andstæðingar Dana ákveði þetta, frekar en Alþjóðahandknattleikssambandið. 

„Það er ekki rétt að andstæðingar fái að ákveða svona, við hefðum betur viljað sleppa því,“ sagði Tjernberg í samtali við danska miliðinn BT. Danir, undir stjórn Guðmundar, mæta Svíum á mánudag en Kristján Andrésson er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari Svía. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert