Rúnar markahæstur Íslendinganna

Rúnar í leiknum gegn Slóvenum í gær.
Rúnar í leiknum gegn Slóvenum í gær. AFP

Rúnar Kárason er markahæsti leikmaður íslenska landsliðins á HM eftir tvær umferðir í B-riðlinum á heimsmeistaramótinu í handknattleik.

Rúnar hefur skorað samtals 9 mörk í leikjunum tveimur á móti Spánverjum og Slóvenum. Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson kemur næstur með 8 mörk og Bjarki Már Elísson hefur skorað 7 sem hann skoraði öll í leiknum gegn Slóvenum í gær en hann kom ekkert við sögu í fyrsta leiknum.

Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður mótsins með 22 mörk í tveimur leikjum en 2. umferðinni er ekki lokið í öllum riðlunum.

Ísland mætir Túnis í Metz klukkan 13.45 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert