Egyptar blanda sér í Íslendingaslaginn

Egyptinn Yehia Elderaa stekkur í átt að marki Barein í …
Egyptinn Yehia Elderaa stekkur í átt að marki Barein í dag. AFP

Egyptar blönduðu sér í toppbaráttu D-riðils heimsmeistaramótsins í handknattleik með öruggum sigri á Barein, 31:29.

Liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15, en forysta þeirra var aldrei í hættu eftir hlé þrátt fyrir áhlaup Barein undir lokin. Egyptar sigldu sigrinum í höfn, 31-29, sem var þeirra annar á mótinu.

Yehia Elderaa var markahæstur Egypta í leiknum með sex mörk og á eftir honum komu Eslam Eissa, Ahmed Khairy og Mohammad Sanad allir með fimm. Mahdi Abdulla Saad skoraði sex fyrir Barein.

Egyptar eru nú með fjögur stig eftir tvo leiki og jöfnuðu Svía og Dani að stigum á toppnum. Norðurlandaþjóðirnar, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og Kristjáns Andréssonar, hafa þó aðeins leikið tvo leiki, en mætast í toppslag síðar í kvöld. Barein er án stiga eins og Argentína.

Victor Donoso og Javier Frelijj í liði Síle stöðva Ungverjann …
Victor Donoso og Javier Frelijj í liði Síle stöðva Ungverjann Bence Banhidi í dag. AFP

Fyrstu stig Ungverja

Ungverjar kræktu í sín fyrstu stig á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir sigur á Síle, 34:29, í hörkuleik í C-riðli keppninnar.

Ungverjar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14, og létu forskotið aldrei af hendi eftir hlé. Þegar upp var staðið munaði fimm mörkum á liðunum, lokatölur 34:29.

Iman Jamali var markahæstur Ungverja með sjö mörk en hjá Síle var Erwin Feuchtmann atkvæðamestur með níu mörk.

Þetta var fyrsti leikur í þriðju umferð riðilsins. Ungverjar eru nú með tvö stig í riðlinum líkt og Síle og Hvít-Rússar, en Króatar og Þjóðverjar hafa fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert