Ólafur efstur í vörn en Rúnar í sókn

Rúnar Kárason hefur komið að flestum mörkum í íslenska liðinu.
Rúnar Kárason hefur komið að flestum mörkum í íslenska liðinu. AFP

Íslenska tölfræðiveitan HB Statz skráir með nákvæmum hætti frammistöðu strákanna okkar á heimsmeistaramótinu í handbolta í Frakklandi.

Samkvæmt yfirliti eftir fyrstu þrjá leiki Íslands, gegn Spáni, Slóveníu og Túnis, hefur Ólafur Guðmundsson skarað fram úr í varnarleik Íslands en Rúnar Kárason í sóknarleiknum.

Ólafur og Guðmundur Hólmar Helgason hafa leikið einna mest í miðri vörn Íslands. Ólafur er með 7,47 í einkunn hjá HB Statz en hann hefur að meðaltali stolið boltanum einu sinni í leik, varið eitt skot og 5,3 sinnum stöðvað andstæðinginn án þess að fá brottvísun. Guðmundur Hólmar er með næsthæstu varnareinkunnina eða 6,39, Bjarki Már Gunnarsson með 6,14 og Arnar Freyr Arnarsson 6,02.

Í sóknarleiknum hefur Rúnar skoraði flest mörk ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni, en þeir hafa skorað 13 mörk hvor. Rúnar hefur auk þess átt flestar stoðsendingar, eða sjö, og er með 7,79 í einkunn. Arnór Atlason er þriðji með 6,74 en hann hefur skorað úr 8 af 10 skotum sínum á mótinu. Ólafur Guðmundsson er með 6,67 í 4. sæti yfir sóknarmennina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert