Argentína skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik

Sebastian Simonet og félagar hjá Argentínu fóru sér að engu …
Sebastian Simonet og félagar hjá Argentínu fóru sér að engu óðslega í sókninni. AFP

Það var ekki mikið um markaskorun í leik Katar, silfurliðs síðasta heimsmeistaramóts, og Argentínu þegar þjóðirnar áttust við á HM í Frakklandi í dag. Katar tryggði þá sæti sitt í 16-liða úrslitum með 21:17 sigri.

Fyrri hálfleikur var hreint ótrúlegur. Argentína skoraði sitt fyrsta mark á 13. mínútu, þegar liðið minnkaði muninn í 4:1, og skoraði svo ekki aftur fyrr en á 27. mínútu. Staðan í hálfleik 9:2 fyrir Katar.

Eftir fimm mínútna leik eftir hlé var Argentína búin að skora jafnmörg mörk og fyrstu 30 mínúturnar og staðan þá 12:4. Staða þeirra hélt áfram að vænkast, en eftirleikurinn var þó auðveldur eins og gefur að skilja fyrir Katar, sem hrósaði sigri 21:17.

Katar er með fjögur stig í D-riðli eins og Svíar og Egyptar, en Argentína er án stiga. Danir eru á toppnum með sex stig.

Fyrsti sigur Pólverja

Pólverjar, bronslið síðasta heimsmeistaramóts, unnu sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu eftir að hafa lagt Japana í spennuleik, 26:25. Möguleikar þeirra á að komast áfram eru þó engir.

Japanar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 11:9, en Pólverjar sneru blaðinu við eftir hlé og unnu að lokum með einu marki, 26:25.

Það var þungu fargi létt af Pólverjum.
Það var þungu fargi létt af Pólverjum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert