Átta lið eru komin áfram á HM

Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar eru öruggir í 16-liða úrslitin.
Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar eru öruggir í 16-liða úrslitin. AFP

Átta þjóðir eru búnar að tryggja sér farseðilinn í 16 liða úrslitin á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Frakklandi.

Komist Íslendingar í 16 liða úrslitin bíða þeirra andstæðingar úr A-riðlinum. Ef Ísland lendir í fjórða sæti í riðlinum verða Frakkar væntanlega andstæðingarnir en ef Ísland lendir í þriðja sætinu mætir það liðinu sem hafnar í 2. sæti í A-riðlinum.

Þessi lið eru komin áfram:

A-riðill: Frakkland, Rússland, Brasilía

B-riðill: Spánn, Slóvenía

C-riðill: Króatía

D-riðill: Danmörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert