Flestum spurningum svarað

Björgvin Páll Gústavsson hefur verið aðalmarkvörður Íslands síðasta áratuginn.
Björgvin Páll Gústavsson hefur verið aðalmarkvörður Íslands síðasta áratuginn. AFP

Markvarslan hefur verið í ágætu lagi hjá íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi. Björgvin Páll Gústavsson skilaði góðri frammistöðu í tapleikjunum á móti Spáni og Slóveníu og Aron Rafn Eðvarðsson átti flotta innkomu í seinni hálfleiknum gegn Túnisum. Björgvin Páll er sem stendur vítabani mótsins en hann hefur varið 6 af 11 vítaköstunum sem tekin hafa verið á hann.

Morgunblaðið spjallaði við Björgvin Pál á hóteli landsliðsins í gær. Eftir tvo leiki á tveimur dögum var íslenska liðið í fríi í gær en tók létta æfingu í gærkvöld. Í kvöld mætir Ísland liði Angóla og á fimmtudaginn er síðasti leikur liðsins í riðlinum en þá verður spilað við Makedóníu.

Höfum ekki verið í þessum tölum í mörg ár

„Það er fínt fyrir egóið að vera sá markvörður sem varið hefur flest vítin en það gleður mig meira að Aron hafi átti frábæran seinni hálfleik á móti Túnis heldur en að ég sé vítabaninn. Ég er frekar að horfa á heildarmyndina. Við erum búnir að fá 25 mörk á okkur að meðaltali sem er óvenjulegt miðað við íslenska landsliðið. Við höfum ekki verið í þessum tölum í mörg ár,“ sagði Björgvin Páll við Morgunblaðið. En Ísland hefur aðeins skorað að meðtali rúm 22 mörk í leik sem er lægsta markaskor íslenska landsliðsins á HM í 27 ár.

Viðtalið við Björgvin Pál má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert