Martröð markvarða Angóla

Joan Canellas gegn Giovany Muachissengue í leiknum í gær.
Joan Canellas gegn Giovany Muachissengue í leiknum í gær. AFP

Manuel Nascimento, leikstjórnandi í liði Angóla, þurfti að standa vaktina í marki liðsins í rúmar fimm mínútur í seinni hálfleiknum gegn Spánverjum á HM í gærkvöld.

Mikil vandræðagangur var á báðum markvörðum Angólamönnum í leiknum í gær. Fyrst fékk Giovany Muachissengue þrumuskot beint í andlitið og þurfti að fara út af. Gilberto Figueira leysti hann af hólmi en tólf mínútum síðar fékk hann rautt spjald fyrir að hlaupa út úr marki sínu og stöðva hraðaupphlaup.

Muachissengue var kallaður aftur til leiks en stuttu síðar þurfti hann að fara aftur meiddur af velli, nú meiddur í hné. Eftir mikla rekistefnu á varamannabekk Angóla varð úr að leikstjórnandinn fór í vesti og í markið en nokkrum mínútum síðar kom Muachissengue aftur inn á og kláraði leikinn.

Ísland og Angóla eigast við í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma og verður hann í beinni textalýsingu hér á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert