Tekur Ísland þátt í metleik á HM?

Leikmenn Íslands þakka fyrir stuðninginn eftir einn leikinn á HM.
Leikmenn Íslands þakka fyrir stuðninginn eftir einn leikinn á HM. AFP

Frakkar gera sér góðar vonir um að setja áhorfendamet á heimsmeistaramóti í handknattleik þegar þeir leika í sextán liða úrslitunum í Lille á laugardaginn.

Leikið verður á knattspyrnuvellinum Stade Pierre Mauroy þar sem hægt verður að koma fyrir rúmlega 28 þúsund áhorfendum. Áhorfendametið á leik á HM er 25 þúsund áhorfendur sem sáu Svía og Rússa eigast við í úrslitaleik á Cairo Stadium í Egyptalandi árið 1999.

Sá möguleiki er fyrir hendi að Íslendingar verði mótherjar Frakkanna í 16-liða úrslitunum. Frakkar hafa þegar tryggt sér sigur í A-riðlinum og mæta liðinu sem hafnar í 4. sætinu í B-riðli. Í því sæti gætu Íslendingar endað en það skýrist eftir leik Íslands og Makedóníu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert