„Það er mjög óvenjulegt“

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. AFP

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari Dana í handknattleik var svo þreyttur eftir leikinn við Bahrain í gær að hann ákvað að leggja sig frekar en að fylgjast með leik Svía og Katar.

Svíar höfðu betur gegn Köturum sem þýðir að Danir hafa tryggt sér efsta sætið í riðlinum en Danmörk mætir Katar í lokaleik sínum í riðlakeppninni á morgun. Danir hafa unnið alla leiki sína undir stjórn Guðmundar en þetta er síðasta stórmótið sem Guðmundur stýrir Dönum á.

„Ég sá ekki leikinn því ég hvíldi mig. Ég var þreyttur eftir leikinn í gær,“ sagði Guðmundur við TV2 á fjölmiðlafundi í París í dag.

„Það er mjög óvenjulegt að ég hafi ekki sé myndband af liðinu sem við eigum eftir að mæta en ég tók þá ákvörðun að fá svefninn,“ sagði Guðmundur Þórður, sem hefur verið þekktur fyrir að vaka heilu og hálfa sólarhringana á stórmótum og kortleggja andstæðingana í tætlur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert