Einar barði í borðið

Handboltavöllurinn á Stade Pierre Mauroy leikvanginum.
Handboltavöllurinn á Stade Pierre Mauroy leikvanginum. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Íslenska landsliðið í handknattleik átti ekki að fá að taka æfingu á Stade Pierre Mauroy í Lille í kvöld en þar mæta Íslendingar liði Frakka í 16-liða úrslitunum á HM í handknattleik á morgun.

Það var ekki fyrr en Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, barði hressilega í borðið að Frakkarnir gáfu sig og þegar þetta er skrifað er íslenska landsliðið að hefja æfingu en upphaflega átti það ekki að fá að æfa á Stade Pierre Mauroy fyrr en í fyrramálið.

Stade Pierre Mauroy er knattspyrnuleikvangur en búið að koma fyrir handboltavellinum undir þaki leikvangsins og er reiknað með að 28 þúsund áhorfendur verði á leiknum og þar með verður sett áhorfendamet á HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert