Sögulegur leikur á fótboltavelli

Björgvin Páll Gústavsson var að vanda í marki Íslands þegar …
Björgvin Páll Gústavsson var að vanda í marki Íslands þegar liðið mætti Frökkum á HM fyrir fjórum árum. AFP

Leikur Frakka og Íslendinga í 16 liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla á morgun verður að öllum líkindum sögulegur hver sem úrslit hans verða. Leikurinn fer fram á knattspyrnuleikvanginum í Lille, Stade Pierre-Mauroy. Stefnt er á að selja allt að 28 þúsund aðgöngumiða og setja met í fjölda áhorfenda á kappleik á heimsmeistaramóti. Miðasalan hefur gengið vel. Talið er sennilegt að takmarkið náist. Núverandi metfjöldi áhorfenda er frá heimsmeistaramótinu í Egyptalandi fyrir 18 árum þegar 25 þúsund áhorfendur voru viðstaddir kappleik á Cairo Stadium sem útbúinn var með handboltavelli.

Tveggja marka tap í Barcelona

Þetta verður í annað sinn á fjórum árum sem Íslendingar og Frakkar mætast i 16 liða úrslitum á HM karla. Þjóðirnar leiddu saman hesta sína á HM á Spáni. Frakkar höfðu betur, 30:28, í íþróttahöllinni í Barcelona. Sex leikmenn sem tóku þátt í þeirri viðureign eru enn í íslenska landsliðinu; markverðirnir Aron Rafn Eðvarðsson og Björgvin Páll Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði, Arnór Þór Gunnarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert