Gamlir samherjar mætast

Þjálfarar Frakka: Guillaume Gille og Didier Dinart (t.h.).
Þjálfarar Frakka: Guillaume Gille og Didier Dinart (t.h.). AFP

Gestgjafarnir Frakkar taka á móti okkur Íslendingum í 16 liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Frakklandi í Lille í dag. Bæði liðin eru með þjálfara sem eru tiltölulega nýteknir við, Didier Dinart og Guillaume Gille annars vegar og Geir Sveinsson hins vegar.

Þótt Geir sé þrettán árum eldri en Dinart vill engu að síður þannig til að þeir voru samherjar eitt keppnistímabil hjá franska stórliðinu Montpellier.

Geir lék með franska liðinu 1995-1997 og á síðasta ári hans hjá félaginu var Dinart tvítugur og hefur væntanlega þótt efni í varnarmann. Geir var á sínum tíma í heimsklassa sem varnarmaður og línumaður. Dinart hefur því getað lært eitt og annað af Geir fyrir tveimur áratugum, en síðar varð Dinart varnartröll í franska landsliðinu og varð tvöfaldur ólympíumeistari og einnig margfaldur heims- og Evrópumeistari.

Sjá forspjall um leik Íslendinga og Frakka á HM í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert