Verður mikil upplifun

Björgvin Páll Gústavsson er ánægður með varnarleik Íslands.
Björgvin Páll Gústavsson er ánægður með varnarleik Íslands. AFP

„Við ætlum að njóta þess að fara í þennan leik þar sem umgjörðin kemur til með að verða frábær. Við höfum háð margar góðar rimmur við Frakkana og við vitum alveg hvað bíður okkar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson við Morgunblaðið.

Hann og samherjar hans í íslenska landsliðinu koma til með að þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum þegar þeir mæta gestgjöfunum og ríkjandi heimsmeisturum Frakka í 16-liða úrslitum á HM í handknattleik í dag.

,,Við vitum vel að við eigum möguleika þó svo að nær allir reikni með öruggum sigri Frakkanna. Fáir aðrir en við trúa því að við getum unnið. Við vitum það líka að það verður andskotanum erfiðara en Frakkar eru menn eins og við,“ sagði Björgvin Páll sem hefur sýnt góða taka á HM. ,,Ef okkur á að takast að leggja Frakkana að velli verður vörnin að vera frábær og markvarslan sömuleiðis. Vörnin hefur heilt yfir verið góð og 24 mörk að meðtali sem við höfum fengið á okkur segir sína sögu. Við verðum að halda Frökkunum undir 30 mörkum og takist það er allt hægt. Ég veit vel að það verður erfitt fyrir sóknarmennina að komast í gegnum franska varnarmúrinn og því er mikilvægt að við fáum auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Frakkarnir eru gríðarlega vel mannaðir í öllum stöðum og þeir eru með heimsklassaleikmenn. Það verður mjög sérstök upplifun að taka þátt í þessum leik. Það verður sett áhorfendamet á HM og það er eitthvað sem verður gaman að taka þátt í og verður enn skemmtilegra ef við vinnum þá. “

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert