„Hefði verið gaman að taka þessa leikara“

Rúnar Kárason í baráttu gegn Frökkum í gær.
Rúnar Kárason í baráttu gegn Frökkum í gær. AFP

Rúnar Kárason var markahæsti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Frakklandi, 31:25, í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik í gær.

Rúnar skoraði sjö marka Íslands í leiknum, en hann segir að Frakkarnir hafi sýnt af sér ansi mikinn leikaraskap í leiknum. Þátttöku Íslands er lokið á mótinu, en Rúnar segir að framtíðin sé björt.

„Hefði verið gaman að taka þessa leikara! Við lærum af þessu! Framtíðin er björt!“ skrifar Rúnar meðal annars á Twitter-síðu sína rétt eftir leik um leið og hann þakkaði fyrir stuðninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert