Versta niðurstaða í tólf ár

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Dana þegar niðurstaðan lá fyrir í Albertville.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Dana þegar niðurstaðan lá fyrir í Albertville. AFP

Árangur danska landsliðsins á HM karla í handknattleik í Frakklandi er versta niðurstaða Dana á HM frá því á HM í Túnis árið 2005 eða í tólf ár. 

Þá komst danska landsliðið ekki áfram eftir riðlakeppnina. Danmörk féll í dag úr keppni í Frakklandi þegar liðið tapaði fyrir Ungverjalandi í 16-liða úrslitum í Albertville. 

Danir eru ríkjandi ólympíumeistarar síðan í sumar og því var búist við meiru af liðinu á HM en að hafna í 9.-16. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert