Svona verða 8-liða úrslitin á HM

Kristján Andrésson er eini íslenski þjálfarinn sem eftir er á …
Kristján Andrésson er eini íslenski þjálfarinn sem eftir er á HM. AFP

Um helgina fóru fram 16-liða úrslitin á heimsmeistaramótinu í handknattleik og standa nú aðeins átta lið eftir í baráttunni um að lyfta heimsmeistarabikarnum í Frakklandi á sunnudag.

Tvær Norðurlandaþjóðir eru á meðal þeirra átta sem eftir eru, en Noregur og Svíþjóð undir stjórn Kristjáns Andréssonar eru eftir. Íslendingar féllu sem kunnugt er úr leik gegn Frökkum og Danir undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar töpuðu fyrir Ungverjum.

Allir leikirnir í 8-liða úrslitunum fara fram á morgun, þriðjudag, og hér að neðan má sjá viðureignirnar.

16.00 Noregur – Ungverjaland
18.00 Frakkland – Svíþjóð
19.45 Slóvenía – Katar
19.45 Spánn – Króatía

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert