Í þriðja sinn sem Guðjón skorar ekki mest

Guðjón Valur Sigurðsson fagnar Ómari Inga Magnússyni á HM í …
Guðjón Valur Sigurðsson fagnar Ómari Inga Magnússyni á HM í Frakklandi. AFP

Í þriðja sinn síðan á heimsmeistaramótinu í Frakklandi 2001 varð Guðjón Valur Sigurðsson ekki markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Frakklandi.

Íslenska landsliðið lauk keppni á laugardaginn með sex marka tapi fyrir gestgjöfum Frakka, 31:25, í Lille. Guðjón Valur var eini leikmaður landsliðsins á HM 2017 sem var með á HM 2001 en þá lék hann í fyrsta sinn á HM.

Guðjón Valur var markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM 2005 með 31 mark í fimm leikjum, HM 2007 með 66 mörk í 10 leikjum, annar markahæstur á HM 2011 með 47 mörk í níu leikjum, sex mörkum á eftir Alexander Petersson. Guðjón Valur náði aftur efsta sætinu á HM 2013 með 41 mark í sex leikum og skoraði einnig flest mörk Íslendinga á HM í Katar fyrir tveimur árum með 31 mark í sex leikjum.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert