Mikilvæg smáatriði Kristjáns

Kristján Andrésson stýrir Svíþjóð á stórmóti í fyrsta sinn.
Kristján Andrésson stýrir Svíþjóð á stórmóti í fyrsta sinn. AFP

„Sigurmenningin er komin aftur. Á mettíma hefur Kristján Andrésson tekið saman rústirnar eftir Ólympíuleikana og myndað öflugt, sænskt landslið. Nú getur enginn lengur efast um hve langt strákarnir geta náð.“

Svona skrifar Nicolinn Nilsson, blaðamaður Expressen, ein þeirra sem lofað hafa sænska karlalandsliðið í handbolta á fyrsta stórmóti liðsins undir stjórn Kristjáns Andréssonar. Svíar hafa farið á miklu flugi inn í 8 liða úrslit HM en andstæðingar þeirra þar eru Íslandsbanarnir í heimsmeistaraliði Frakklands. Leikurinn hefst kl. 18 í dag og er leikið í Lille þar sem aftur er búist við rúmlega 28.000 áhorfendum líkt og á leik Frakklands og Íslands.

Sænska liðið var harðlega gagnrýnt eftir ÓL í Ríó í sumar þar sem það tapaði fjórum af fimm leikjum sínum. Í kjölfarið tók Kristján við af Staffan Olsson og Ola Lindgren, og þær breytingar sem Kristján hefur gert virðast hafa verið til batnaðar.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert