Rúm milljón á mann fyrir gullið

Norðmenn fagna sigrinum gegn Ungverjum á HM í gær.
Norðmenn fagna sigrinum gegn Ungverjum á HM í gær. AFP

Hver leikmaður í norska landsliðshópnum í handknattleik fær 75 þúsund norskar krónur í bónusgreiðslu fari svo að Norðmenn verði heimsmeistarar.

Þessi upphæð jafngildir rúmri einni milljón íslenskra króna en Norðmenn eru komnir í undanúrslit á HM í fyrsta sinn og mæta Króötum í undanúrslitum á föstudaginn. Silfur tryggir hverjum leikmanni 50 þúsund norskra króna, bronsið 35 þúsund og fjórða sætið 12 þúsund.

Til samanburðar fékk hver leikmaður danska landsliðsins sem svarar 835 þúsund íslenskra króna þegar Danir urðu ólympíumeistarar í Ríó á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert