Frakkar fögnuðu með víkingaklappinu

Frakkar búa sig undir að taka víkingaklappið í leikslok í …
Frakkar búa sig undir að taka víkingaklappið í leikslok í kvöld. AFP

Frakkar tryggðu sér sæti í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld með sigri á Slóveníu, 31:25, og ákváðu að fagna því með víkingaklappinu margfræga.

Sjá frétt mbl.is: Frakkar spila til úrslita á heimavelli

Það var gamli refurinn Thierry Omeyer sem stjórnaði klappinu með liðsfélaga sína fyrir aftan sig og troðfulla höll af frönskum stuðningsmönnum, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan.

Úrslitaleikurinn fer fram í París á sunnudag þar sem mótherjinn verður annaðhvort Noregur eða Króatía.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert