Þrír Norðmenn í úrvalsliði HM

Nikola Karabatic með sinn sinn, Alek, eftir að Frakkar tryggðu …
Nikola Karabatic með sinn sinn, Alek, eftir að Frakkar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í kvöld. AFP

Frakkinn Nikola Karabatic var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á 25. heimsmeistaramóti karla í handknattleik sem lauk í kvöld með sigri Frakka.

Þá var úrvalslið mótsins valið og það lítur þannig út:

Markvörður: Vincent Gerard (Frakklandi)

Vinstra horn: Jerry Tollbring (Svíþjóð)

Hægra horn: Kristian Bjørnsen (Noregi)

Vinstri skytta: Sander Sagosen (Noregi)

Hægri skytta: Nedim Remili (Frakklandi)

Línumaður: Bjarte Myrhol (Noregi)

Miðjumaður: Domagoj Duvnjak (Króatíu)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert