Það sátu ekki allir við sama borð

Slóvenar fagna bronsverðlaunum sínum.
Slóvenar fagna bronsverðlaunum sínum. AFP

„Það er ekki sanngjarnt að Slóvenar hafi fengið sólarhring meira en Króatar til að þess að safna kröftum fyrir leikinn um bronsverðlaunin. Undir þá gagnrýni get ég tekið,“ sagði hinn umdeildi forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, Hassan Moustafa, á sunnudaginn þegar hann var spurður út í gagnrýni landsliðsmanna Króata á leikjaniðurröðun heimsmeistaramótsins á lokapsretti mótsins.

Króatar léku til undanúrslita á föstudagskvöldið við Norðmenn. Leikurinn var framlengdur. Slóvenar mættu gestgjöfum Frakka á fimmtudagskvöldið í hinni viðureign undanúrslitanna. Úrslitin réðust snemma enda áttu Slóvenar lítið erindi við franska landsliðið fremur en flestir aðrir andstæðingar þeirra síðarnefndu í keppninni.

Að niðurlotum komnir

„Lykilmenn okkar eru að niðurlotum komnir. Við verðum að sjá til hvers þeir verða megnugir í bronsleiknum. Vonandi geta þeir yngri hlaupið með Slóvenum,“ sagði Ivano Balic, fyrrverandi handknattleiksstjarna og síðan starfsmaður króatíska handknattleikssambandsins, eftir framlengda undanúrslitaleikinn á föstudagskvöld.

Tæpum 22 stundum eftir að framlengdum leik Noregs og Króatíu lauk voru Króatar aftur mættir á sviðið í Bercy-höllinni til þess að mæta Slóvenum í leiknum um bronsið. Þá voru liðnar 46 stundir frá því að Slóvenar luku leik við Frakka. Króatar töpuðu leiknum um þriðja sætið og þeim sárnaði eðlilega, ekki bara að sjá á eftir verðlaunum og það í hendur andstæðinga af Balkanskaganum, heldur einnig að þeir sátu ekki við sama borð og andstæðingurinn. Eftir að hafa leikið leikið átta erfiða kappleiki á 14 dögum munar um hvern sólarhring í hvíld. Og það sást á leik Króata. Leikur þeirra hrundi síðustu tíu mínúturnar gegn Slóvenum og þeir síðarnefndu hrepptu bronsið. Leikmenn króatíska landsliðsins voru algjörlega að niðurlotum komnir. Þeim þraut örendi, fæturnir voru þungir, handleggirnir einnig en síðast en ekki síst heilinn.

Umfjöllunina í heild sinni, um fyrirkomulag heimsmeistaramótsins, er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert