Þeir eru alls ekki hættir

Francois Hollande, forseti Frakklands, ásamt heimsmeisturunum.
Francois Hollande, forseti Frakklands, ásamt heimsmeisturunum. AFP

Didier Dinart, landsliðsþjálfari Frakka, segir að markvörðurinn Thierry Omeyer og hinn lipri Daniel Narcisse hafi ekki leikið sína síðustu landsleiki með franska landsliðinu í sigurleik HM í París um liðna helgi. Að minnsta kosti ef hann fái einhverju um það ráðið. Talið var sennilegt að þeir myndu nú kveðja landsliðið, en báðir hafa átt sæti í landsliðinu alla þessa öld. Hvorugur hefur enn gefið út afdráttarlausar yfirlýsingar í aðra hvora veruna.

„Ég vil að þeir haldi áfram en ákvörðun um hvort svo verður er í þeirra höndum, ekki mínum,“ segir Dinart. Omeyer verður 41 árs á þessu ári og Narcisse 38 í desember.

Dinart varð á sunnudaginn þriðji handknattleiksmaðurinn til þess að vinna heimsmeistaratitil bæði sem leikmaður og aðalþjálfari landsliðs. Hinir eru Vladimir Maximov, fyrrverandi landsliðsþjálfari Rússa, og Þjóðverjinn Heiner Brand. Guillaume Gille, aðstoðarþjálfari Frakka, varð einnig heimsmeistari sem leikmaður með franska liðinu á sínum tíma. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert