Rúm 20% með íslenskan þjálfara

Kristján Andrésson vann silfur með Svía á EM í fyrra.
Kristján Andrésson vann silfur með Svía á EM í fyrra. AFP

Af 24 liðum sem taka þátt í heimsmeistaramótinu í Danmörku og Þýskalandi eru fimm þjálfuð af Íslendingum, eða ríflega fimmtungur. Íslenskir þjálfarar hafa aldrei verið fleiri í aðalhlutverki á heimsmeistaramóti en nú.

Áður hafa þeir flestir verið fjórir, á HM í Katar fyrir fjórum árum. Þá var Dagur Sigurðsson við stjórnvölinn hjá þýska landsliðinu, Guðmundur Þ. Guðmundsson með það danska, Patrekur Jóhannesson með austurríska landsliðsins auk Arons Kristjánssonar sem þá þjálfaði íslenska landsliðið.

Allir verða þeir í eldlínunni á HM þótt hlutverk þeirra flestra hafi breyst. Aron er nú með landslið Bareins, Dagur með japanska landsliðið og Guðmundur stýrir því íslenska. Patrekur er enn þjálfari austurríska landsliðsins.

Fimmti þjálfarinn er Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar. Hann tók við þjálfun sænska landsliðsins haustið 2016. Undir stjórn Kristjáns hafnaði sænska landsliðið í sjötta sæti á HM fyrir tveimur árum og tapaði í úrslitaleik fyrir Spáni á EM fyrir ári.

Spánverjar eru fjölmennastir í hópi þjálfara að þessu sinni en sjö Spánverjar stýra liðum á mótinu.

Greinin er úr HM-blaði Morgunblaðsins sem fylgdi blaðinu miðvikudaginn 9. janúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert