Króatar fyrir miklu áfalli á HM

Luka Cindric í loftinu gegn Íslandi. Aron Pálmarsson og Arnar …
Luka Cindric í loftinu gegn Íslandi. Aron Pálmarsson og Arnar Freyr Arnarsson reyna að stöðva hann. AFP

Króatar hafa orðið fyrir gríðarlegri blóðtöku á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem nú stendur yfir, en þeir eru í harðri baráttu um sæti í undanúrslitum.

Í dag var tilkynnt að leikstjórnandinn Luka Cindric gæti ekki spilað meira á mótinu vegna meiðsla á fæti. Hann kom lítið við sögu í óvæntu tapi Króata gegn Brasilíu í milliriðli í gær og nú er ljóst að hann verður ekki meira með.

Cindric skoraði sex mörk fyrir Króata gegn Íslandi í fyrsta leik þjóðanna á HM. Línumaðurinn Kristian Beciri hefur verið kallaður inn í hópinn í hans stað, en Króatar spila við Þýskaland í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert