Andri: Þeir urðu fljótt þreyttir

Andri Mikaelsson skoraði eitt mark og lagði upp eitt þegar Ísland sigraði Serbíu 5:3 í A-riðli 2. deildar karla í íshokkí í Laugardalnum í kvöld. 

Ísland lenti 0:2 undir en tókst að snúa blaðinu við og skora fimm mörk í röð. Andri sagði þjálfara íslenska liðsins hafi kortlagt serbneska liðið og vitað að þeir spiluðu á frekar fáum varnarmönnum. Íslendingar hafi því notað breiddina í leikmannahópnum og haldið uppi hraðanum til að þreyta Serbana. Það gekk eftir. 

Andri Mikaelsson lengst til hægri fagnar marki Jóns B. Gíslasonar í kvöld.

Andri Mikaelsson lengst til hægri fagnar marki Jóns B. Gíslasonar í kvöld. mbl.is/Golli

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda